Um okkur

B.Markan var stofnað árið 2001 af Böðvari Markan pípulagningameistara og hefur æ síðan sinnt öllum tegundum pípulagna, nýlögnum jafnt sem viðhaldi.

 

Í pípulögnum í nærri 40 ár!

 

Böðvar Markan hefur rekið fyrirtæki sitt undir merkjum B.Markan í yfir tuttugu ár. Fyrirtækið tekur að sér allar gerðir pípulagna fyrir einstaklinga, hvort sem skipta þarf um blöndunartæki, laga ofna, setja upp klósett eða gera upp bað og leggja gólfhita. Ekkert verk er of smátt, ekkert verk er of stórt. Við höfum reynslu á öllum sviðum og höfum einnig unnið stærri verk fyrir hótel, fyrirtæki og aðila í opinbera geiranum.

 

Stórt eða smátt, við höfum rétta mannskapinn í verkið. Ekki hika við að hafa samband.

 

Fyrirtækið á sér traustan hóp viðskiptavina og sinnir bæði nýjum og gömlum kúnnum af alúð og fagmennsku. Í yfir áratug hefur B.Markan haft traustan hóp fagmanna við störf. Fólk sem tekur fagið alvarlega og leggur sig fram við að skila eins góðir vinnu og mögulegt er. Við leggjum áherslu á framúrskarandi vinnulag og góðan frágang á verksvæði.

 

Böðvar Markan pípulagningameistari

,,Frá upphafi hef ég lagt áherslu á vandaða og góða þjónustu við mína viðskiptavini. Mín nálgun byggir á fagmennsku, skilvirkni og gagnkvæmu trausti."
 

- Böðvar Markan, pípulagningameistari.

 

 

 

Samráð og samvinna

Allar okkar áætlanir eru unnar í samráði við viðskiptavini. Við förum yfir verkin með verkkaupa og ráðleggjum hverju sinni hvaða lagnaefni eiga við og hvernig er best að standa að framkvæmdum. Við tökum að okkur allar viðgerðir og viðhald, smátt sem stórt. Einnig sjáum við um nýlagnir og sérfræðiþjónustu í stærri og flóknari lagnaverkum innanhúss sem utan.
 

Hreinlæti og góður frágangur

Okkar menn nota ávalt hreinsibúnað til að tryggja að ekki sé ryk eða önnur óhreinindi eftir okkur á vinnustað. Við leggjum mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og hreinlæti ofar öllu. Alla tíð hefur markmið fyrirtækisins að skila vönduðum verkefnum sem við getum verið stoltir af.