Persónuvernd

Viðskiptavinir okkar verða að geta treyst okkur hvort um er að ræða pípulagnir eða umsýslu persónuupplýsinga. Til að geta veitt þér þjónustu þurfum við að móttaka ýmsar persónuupplýsingar svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang eða símanúmer.

 

Upplýsingar berast annaðhvort í gegnum form á vefnum eða eru teknar niður í gegnum síma eða í pósti. Við notum þessi gögn aðeins til að veita þér umbeðna þjónustu eða nauðsynlegar upplýsingar, svo sem um breytingu á þjónustu eða skilmálum.

 

BMarkan vinnur aðeins með persónuupplýsingar þínar í lögmætum tilgangi og leggur sig fram við að vernda þínar upplýsingar og fara að einu og öllu eftir lögum og reglum um persónuvernd.